mynd
 
Ragna Björk


Ragna Björk vigtuð - 22. mars 2007

Dagný hjúkrunarfræðingur kom í fyrsta skipti heim til okkar þann 22. mars 2007 til að skoða Rögnu Björk og vigta hana. Ragna Björk vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið þegar henni var skyndilega pakkað inn í taubleyju og lyft upp með járnstöng. Hún mótmælti kröftuglega og var alls ekki sátt við aðfarirnar.

Hún hafði þyngst um 240 g í það skiptið og foreldrarnir voru hæstánægðir með framfarirnar, sérstaklega í ljósi þess að vegna bakflæðisins hafði stór hluti af mjólkinni verði að koma upp aftur.