Við mæðgur fórum á Árbæjarsafnið með ömmu Rögnu, afa Hauki, Guðbjörgu og Ragnari Fannberg. Þar var margt að sjá og skoða en það voru dýrin sem vöktu mesta athygli smáfólksins. Ragna Björk var himinlifandi að sjá hænurnar og gaggaði ákaft til þeirra. Afi sýndi krökkunum hestinn, sem Ragna Björk hélt að væri kýr (a.m.k. fór hún að baula) og Ragnar Fannberg, sem heimsótti erlenda dýragarða í sumar, fór að leita að fílum og öpum. Ragna Björk rakst svo á ungan pilt og komst á séns ;)