Rögnu Björk er ekki alveg sama hvað það er sem hún fær að horfa á í sjónvarpinu, sumt er í meira uppáhaldi en annað :)
Jojo, sniðuga trúðastelpan á Playhouse Disney, er mjög vinsæl og Ragna Björk kallar hástöfum "Jojo, Jojo" þegar hún birtist. Það skemmir ekki fyrir að foreldrunum finnst Jojo líka skemmtileg svo að það græða allir ;)
Stubbarnir eru líka mjög kærkomnir heimilisvinir og Ragna Björk dansar alltaf Stubbadansinn sinn þegar byrjunarlagið kemur og horfir síðan með athygli á hvað Stubbarnir eru að bralla og endurtekur í sífellu "Ooóó", rétt eins og Stubbarnir segja. Nú erum við búin að komast að því hún þekkir Stubbaryksuguna, hana Núnú, með nafni. Hún á litla svoleiðis dúkku og í dag kom hún askvaðandi með hana til pabba síns og tilkynnti honum að þetta væri Núnú. Endurtók það svo fyrir mömmu sína þegar mamman kom heim úr vinnunni.
Nú bíðum við bara spennt eftir að hún segi "Íþróttaálfurinn" ;) hahahaha
Jojo ásamt ljóninu Golíat | Stubbaryksugan Núnú |
1 hefur lagt orð í belg