mynd
 
Ragna Björk


Á Laugarvatni - 8. til 11. ágúst 2008

Dagana 8. til 11. ágúst vorum við fjölskyldan í sumarbústað á Laugarvatni með ömmu Björk og afa Tedda. Við skemmtum okkur vel í sólinni, lékum á róló, busluðum í heita pottinum, fórum í dýragarðinn í Slakka og fleira. Hér koma þrjú myndbrot úr þessu skemmtilega sumarfríi.



Nálægt bústaðnum er skemmtilegur leikvöllur með trampólínum og alls kyns leiktækjum.

--oo--

Rögnu Björk fannst ofsalega gaman að koma í dýragarðinn í Slakka og sjá öll dýrin.

--oo--

Heiti potturinn sló svo sannarlega í gegn!