Við fórum með Rögnu Björk í smá aukatékk í ungbarnaeftirlitinu síðasta föstudag því hún var búin að vera frekar mikið óróleg (var við það að rífa geirvörturnar af mömmu sinni með rykkjum og teygjum), svaf verr en áður og virtist vera kvefuð. Þau vildu nú ekki meina það hjúkrunarfræðingurinn og læknirinn að hún væri kvefuð (mér finnst hún víst vera pínu kvefuð með hor í nebbanum!) en giskuðu á að þetta væri vaxtarkippur og kannski hefði mjólkin mín eitthvað minnkað. Þyngdaraukningin var samt bara eins og vanalega, ca. 200 g á viku. Svo að ég átti að leggja hana oftar á og láta hana bara drekka minna í einu. Mestallan föstudaginn og allan laugardaginn sátum við mæðgurnar því að drykkju á klukkutíma fresti og hún er mun rólegri í dag svo að líklega hefur þetta bara verið vaxtarkippur.
Við eigum samt að koma aftur í eftirlitið á miðvikudaginn, bara svona til öryggis. Mér finnst alveg frábært hvað það er góð þjónusta hérna á heilsugæslunni Hvammi í Kópavogi. Ef við hringjum til að ráðfæra okkur með eitthvað sem við höfum áhyggjur af, er okkur iðulega boðið að koma samdægurs í aukatékk og svo er okkur yfirleitt gefinn aftur tími nokkrum dögum síðar til að gá hvort vandamálið hefur lagast.
1 hefur lagt orð í belg