Ragna Björk er nú bráðum búin að fá graut á kvöldin í heila viku. Fyrstu dagana var þetta reyndar ósköp lítið sem hún var að fá, aðens örfáar litlar teskeiðar en skammturinn jókst pínulítið um helgina. Hún er sátt við það, enda finnst henni þetta ósköp fínt og gæti alveg borðað stóra skál af graut! Við vorum í afmæli á Selfossi í gær og skvísan var bara í svaka stuði og vildi ekkert leggja sig meðan aðrir væru að skemmta sér í afmæli. En hún var orðin ansi lúin um kvöldið. Mamma og Haukur buðu okkur svo í grillmat og eftir matinn gaf ég Rögnu Björk brjóst meðan grauturinn var hitaður. Hún steinsofnaði eftir brjóstið en ég vildi samt endilega að hún fengi grautinn þar sem hann var nú tilbúinn og svona.
Við komumst að því að blessuð dóttir okkar getur meira að segja borðað grautinn sinn sofandi...! ;) Ég hélt á henni meðan mamma mataði hana og hún var varla með meðvitund en opnaði samt reglulega til að fá meira, smjattaði og kyngdi og þegar grauturinn var búinn hélt hún einfaldlega áfram að sofa. Já, elsku litla matargatið okkar! ;)
Því miður hefur þetta hingað til ekki fengið hana til að sofna neitt fyrr á kvöldin, en það kemur kannski eftir því sem hún fær grautinn oftar. Við vonum það alla vega...
Enginn hefur lagt orð í belg!