mynd
 
Ragna Björk


Lífið og tilveran

Jæja, það þýðir ekki að slá slöku við hérna - þið megið ekki halda að kvefið hafi algjörlega tekið yfirhöndina hérna á heimilinu! Reyndar er okkur öllum að mestu batnað, smá svona kvefafgangar enn til staðar en allt orðið mun betra.

Við keyptum ferðarúm í Rúmfatalagernum og notum það sem leikgrind. Pabbinn gaf nýju leikgrindinni hið skemmtilega nafn "Dótaland" og Ragna Björk unir sér ágætlega á nýja staðnum. Þar fara nú reglulega fram setuæfingar en stúlkan er orðin ansi dugleg að sitja sjálf í smá stund í senn. Rúllar reyndar tiltölulega fljótt fram eða til hliðar ef engir púðar halda við en þetta er allt í áttina.

Tennurnar sjást nú sífellt betur - og mamman finnur sífellt betur fyrir þeim...! Það hefur lítið þýtt að byrsta sig við hana þegar hún er að bíta mig, hún lætur það lítt á sig fá. Og henni er alveg sama þó að þetta þýði að hún sé rifin af brjóstinu, hún bítur nefnilega yfirleitt ekki fyrr en hún er orðin södd hvort eð er. Svo þegar við höldum á henni í fanginu reynir hún stundum að japla aðeins á fingrum, handarbökum eða bara einfaldlega því sem hún nær í. Þegar hún nálgast hálsinn á mér með opið upp á gátt líður mér stundum eins og í Interview with a Vampire... ;) Bjargar því að tennurnar eru enn stuttar :)


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
04.09.2007 10:21:04
Það er nú víst þannig að þessi litlu kríli skilja ekki orsök-afleiðingu... svo hún heldur örugglega að mamma sín sé bara að reyna að vera fyndin ;) Nína Rakel er sem betur fer ekki komin með tönnslur.. alveg nógu vont þegar hún bítur með engar :)
En við verðum annars að fara að hittast með dúllurnar, allt of langt síðan síðast!
Þetta lagði Margrét Arna í belginn
04.09.2007 19:15:27
Alls ekki byrsta sig, miklu frekar kenna henni að bursta sig! Er hún búin að eignast fyrsta tannburstann?
Var stödd í Hagkaup í dag og sá allt þetta krúttilega Barbapapa dót; rúmteppi, púða, töskur og sængurföt. Veit ekki af hverju mér varð hugsað til ykkar! :)
Þetta lagði Rakel í belginn
04.09.2007 21:16:58
Ég horfi líka alltaf löngunaraugum á Barbapapa-hilluna en þar sem ég er farin að þjást af einhverri óþarfa skynsemi svona í seinni tíð (a.m.k. smá...) þá hef ég hingað til ekki keypt neitt af þessu því mig vantar þetta ekki beinlínis. Það kemur þó að því að löngunin verður skynseminni yfirsterkari ;) bíðum bara við!
Þetta lagði Sigurrós í belginn
05.09.2007 10:19:47
Barbapapdótið er sko æði!! Ég er svo heppin að eiga mömmu sem missti sig aðeins í þeirri deild um daginn... ég nefninlega þjáist líka af svona skynsemi. Spurning um að þú talir við ömmurnar, þær þjást meira af dekri heldur en skynsemi ;)
Þetta lagði Margrét Arna í belginn