mynd
 
Ragna Björk


Hjartans mál

Við vorum með Rögnu Björk hjá hjartalækninum áðan og fengum það staðfest að hjartað væri nú orðið alheilbrigt og ekkert gat þar lengur. Fyrir þá sem ekki vissu þá fæddist Ragna Björk með smávægilegan hjartagalla sem kallast VSD en þá er opið á milli slegla hjartans. Þetta uppgötvaðist í reglubundinni læknisskoðun áður en við fórum með Rögnu Björk heim af Hreiðrinu eftir að hún fæddist. Við vorum þá svo heppin að Gunnlaugur Sigfússon hjartalæknir var einmitt á svæðinu og uppgötvaði þetta við ómskoðun. Hann sannfærði okkur strax um að þetta væri ekkert til að hafa áhyggjur af. Þetta væri það vægasta sem flokkaðist undir alvöru hjartagalla en þetta væri mjög lítið op sem myndi líklega lokast af sjálfu sér á einu ári og hefði alls engin áhrif á litlu stúlkuna okkar. Við ákváðum því strax að vera ekki að hafa óþarfa áhyggjur af þessu og bíða bara róleg þar til þetta lagaðist.

Við fórum með Rögnu Björk í fyrstu athugun til Gunnlaugs þegar hún var 6 vikna gömul og fengum þá þær frábæru fréttir að gatið væri að lokast ótrúlega hratt. Gunnlaugur spáði því að það myndi lokast á næstu dögum en bauð okkur að koma aftur með dömuna þegar hún væri orðin 6 mánaða, bara svona til að fá það 100% á hreint að gatið væri lokað.

Þessi 6 mánaða skoðun fór fram í dag og Gunnlaugur staðfesti að gatið hefði algjörlega lokast þannig að þetta mál er nú algjörlega að baki.

Litla hjartagullið okkar er því núna með hjartað í toppstandi :)

hjartasept07.jpg


Leggja orð í belg
6 hafa lagt orð í belg
12.09.2007 19:01:17
Frábærar fréttir:):)
Vissi svo sem að þessi litla dama myndi alveg plumma sig...enda er hún svo dugleg!! En yndislegt að heyra og gott fyrir foreldrana líka:)

Knús.... Helga og dætur
Þetta lagði Helga Steinþórs... í belginn
12.09.2007 19:33:44
Amma sendir hjartans kveðjur til elskunnar sinnar. Þetta voru góðar fréttir.
Þetta lagði Amma Ragna í belginn
12.09.2007 20:16:02
Gott að heyra!!
Þetta lagði Rakel í belginn
14.09.2007 15:53:24
Mikið er gott að heyra þetta. Hafði ekki hugmynd um að skottan hefði fæðst með lítinn hjartagalla. Hins vegar er Gulli alveg ótrúlega góður læknir og ég vildi bara að allir læknar væru eins og hann :)

Annars er ég að fara til hans í hjartaómun (sónar) þann 25. sept. Ég veit ekki hvort að þið vitið að Ásgeir Valur eignast víst systkini í febrúar.

Kv. Andrea.
Þetta lagði Andrea í belginn
14.09.2007 18:13:02
Tek undir það með þér, Andrea, að hann Gunnlaugur er alveg yndislegur maður - við erum mjög heppin að hafa hitt á hann.

Og já, við erum einmitt nýbúin að frétta af febrúar-glaðningnum :) Innilega til hamingju og gangi ykkur allt í haginn!
Þetta lagði Sigurrós í belginn
18.09.2007 20:44:43
Var að skoða nýjustu myndirnar og þú ert bara svo mikið krútt!!!
Þetta lagði Margrét Arna í belginn