Ég fór í fyrsta skipti í klippingu þann 12. september 2008, eins og hálfs árs gömul. Mamma var við öllu búin og hélt ég myndi mótmæla kröftuglega. Hún tók ömmu Rögnu með sem aðstoðarmanneskju og var með fullt af dóti og meira að segja með smá myndbandsbút á lófatölvunni hans pabba til að sýna mér. En ég var svo ósköp góð og það gekk glimrandi vel að klippa mig. Ég fékk reyndar að horfa á myndbandið á lófatölvunni meðan toppurinn minn var klipptur en það var ekki af því ég væri óþekk, heldur bara til að tryggja að ég yrði alveg grafkyrr og horfði beint fram fyrir mig.
Nú er ég alveg eins prinsessa beint út úr tískublaði með fínu klippinguna mína :)
1 hefur lagt orð í belg