Mamman alls ekki að standa sig í að setja nýtt efni hingað inn...
En jæja, Ragna Björk er sum sé orðin stór systir - og við erum ekki frá því að hún hafi stækkað um einhverja sentimetra við að fá þennan flotta titil ;) Litla systirin, hún Freyja Sigrún, fæddist á annan í páskum, þann 5. apríl og Ragna Björk talar mikið um hvað hún sé sæt og góð og vill sífellt vera að klappa henni og knúsa.
Okkur finnst við alveg svakaleg rík að eiga tvær svona flottar stelpur :)
Enginn hefur lagt orð í belg!