Dóttir okkar hefur frá fyrstu tíð verið afar smekkleg, þ.e.a.s. hún þarf stöðugt að nota smekk því það kemur svo mikið upp úr henni ;) Þegar líkur eru á að hún sofni brátt, þá reyni ég að hafa hana með smekk sem auðvelt er að losa af sofandi barni, þegar við förum eitthvað reyni ég að velja einhverja litla pena smekki og stundum þyrfti ég helst að nota risasmekk sjálf til að verja fötin mín þegar ég held á henni. En svona er þetta nú bara :)
Þegar hún liggur á leikteppinu er hins vegar stundum pínu vesen því hún er í því að setja smekkinn yfir andlitið. Hún er orðin það stór að það er nú ekkert svo hættulegt en henni finnst nú ekkert sérstaklega þægilegt þegar útsýnið hverfur skyndilega og fer að kvarta. Þá kemur mamman hlaupandi og togar smekkinn niður. Nema hvað að það er greinilega mjög sniðugt að hafa svona góða leið til að fá mömmu sína hlaupandi, að smekkurinn er settur strax aftur yfir andlitið. Ég hef hana sterklega grunaða um að gera þetta viljandi ;) Aðalleikurinn í dag!
1 hefur lagt orð í belg