mynd
 
Ragna Björk


Nýtt afrek :)

Ragna Björk lá inni á leikteppi áðan meðan ég var að stússast í kvöldmatnum, en þar hafði pabbi hennar lagt hana henni til mikillar skemmtunar :) Dótið á leikteppinu sem Markús Marteinn lánaði okkur er svo skemmtilegt og yfirleitt unir hún sér vel þar. Þegar ég fór svo inn á bað að þvo mér um hendur rak ég augun í að hún lá á maganum og fannst eiginlega endilega að ég hefði séð hana á bakinu stuttu áður, enda kemur það varla fyrir að við leggjum blessað barnið á magann því þá kemur vanalega öll mjólk upp aftur.

Ég kallaði á Jóa og þetta var alveg rétt, hún hafði byrjað á bakinu en var nú búin að rúlla sér yfir á magann. Foreldrarnir urðu auðvitað svakalega stoltir og ég skipaði Jóa að taka strax af henni mynd (rétt eins og það sæist á myndinni í hvaða stöðu hún byrjaði eða þannig...). Ætli ég muni ekki nota allan lausan tíma næstu daga í að sitja yfir henni á leikteppinu með myndavélina í hendinni, tilbúin að taka video af herlegheitunum ef þau gerast aftur! ;)

Já, það er auðvelt að fagna öllum litlum áföngum hjá barninu sínu, enda allt sem gerist á þessum fyrstu árum svo svakalega merkilegt :)

Fyrsta skipti yfir á magann


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
24.07.2007 22:03:40
Til lukku með afrekið...þú stækkar allt of fljótt:)
Þetta lagði Sigrún í belginn
28.07.2007 11:28:38
Já þetta er nefninlega heilmikið afrek :)Til hamingju með þetta Ragna Björk
Þetta lagði Halla í belginn
28.07.2007 17:02:22
Allt í einu.
Það er ekki langt í að það verði að lækka þig í rúminu elsku ömmustelpa því mér sýnist að ekki sé langt í að þú farir að hífa þig upp og þá er stutt yfir brúnina.
Það er svo gaman að fylgjast með hvað þú ert dugleg. Allt í einu farin að velta þér, frussa og svo er ekki langt í að reyna að standa upp. Eitthvað nýtt á hverjum degi.
Ömmukveðja og knús frá Selfossi.

Þetta lagði Amma Ragna í belginn
30.07.2007 20:16:44
Frussumyndbandið er bara sætt :)
Þetta lagði Margrét Arna í belginn