mynd
 
Ragna Björk


Fleiri skref

Eftir fyrstu skrefin um daginn, liðu nokkrir dagar þar sem ég fékk ekki að sjá eitt einasta skref til viðbótar. Ég fór að halda að þetta hefði kannski bara verið forsmekkurinn að labberíi sem kæmi ekki fyrr en löngu síðar. En fjörið virðist nú eiga að halda áfram og Ragna Björk er sífellt að verða stöðugri. Hún tók u.þ.b. 10 skref í dag, frá sófaborðinu yfir að sjóræningjakistunni, og sú vegalengd er alveg einn og hálfur metri (ég mældi sko með málbandi þegar ég var búin að fagna með gríðarlegu klappi ;)...).

Hún er líka farin að venjast því að nota skó og það gerir hana vissulega mun stöðugri. Björk amma hennar gaf henni skó í snemmbúna afmælisgjöf og svo erum við einnig með sandala með góðum stuðningi í láni frá Söru Lind frænku hennar. Fyrst flæktust skórnir fyrir litla landkönnuðinum og ef við reimuðum nýju skóna of laust þá duttu þeir bara af. En nú er hún komin almennilega upp á lagið með að vera í skóm og þeir eru hættir að trufla hana.

Fjörið á heimilinu eykst því dag frá degi um þessar mundir ;)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!