mynd
 
Ragna Björk


Fyrstu skrefin

Ragna Björk tók fyrstu skrefin sín þann 12. febrúar 2008. Þau voru tvö talsins og daman var ansi stolt af árangrinum og foreldrarnir einnig :) Það er þó nokkuð síðan hún fór að fikra sig meðfram öllum húsgögnum og veggjum, og hún er undanfarið búin að vera að safna hugrekki til að taka fyrstu skrefin.

Daginn eftir, þann 13. febrúar, náði ég þessu myndbandi af henni að æfa sig. Enn eru skrefin ekki nema u.þ.b tvö enda lætur skottan sig pomsa á rassinn ef reynt er að lokka hana til að fara yfir lengri vegalengd en það ;)