mynd
 
Ragna Björk


Ragna Björk komin á netið!

Ragna BjörkRagna Björk hefur nú eignast sína eigin heimasíðu - enda ekki seinna vænna, daman bráðum orðin 8 vikna gömul! ;) Fyrst um sinn verða það nú foreldrarnir sem sjá um að setja efni inn á síðuna en að einhverjum árum liðnum fetar stúlkan ef til vill í fótspor ömmu sinnar og annarra Betrabólsmeðlima og fer sjálf að blogga og setja inn efni.

Hér á síðunni verður ýmislegt að finna, bæði myndir og upplýsingar. Undir "Afrekin mín" er að finna eins konar dagbók barnsins þar sem hægt er að fylgjast með ýmsum framförum Rögnu Bjarkar í þroska. Ragna Björk verður ekki með eigið myndaalbúm svona fyrst um sinn en undir "Myndir" finnið þið tengla í ýmis myndasöfn þar sem sjá má myndir af dömunni. Undir "Myndbönd" eru ýmis myndbrot sem við geymum inni á YouTube.

Okkur fyndist verulega gaman að sjá hverjir eiga leið hingað inn á síðuna og biðjum við ykkur því vinsamlegast um að kvitta fyrir komuna í gestabókina. Það þarf ekki að skrifa mikið, bara skemmtilegt að sjá hverjir koma :) Og ekki vera feimin að kalla eftir nýju efni ef ykkur finnst við vera að slá slöku við með uppfærslurnar... ;)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!