mynd
 
Ragna Björk


Sitt af hverju tagi

Gullkorn

Mér finnst gaman að tala og bý gjarnan til langar sögur um skrímsli, úlfa og risaeðlur en slíkar verur eru mér afar hugleiknar ;) Skrímslasögurnar mínar eru ekki komnar hingað inn en hér má þó finna ýmis gullkorn sem hafa verið skráð niður.

 

Herbert og ég

Myndasería af mér og Herbert, dúkkustráknum hennar mömmu. Myndirnar sínar greinilega hvað ég stækka vel og dafna þar sem Herbert blessaður stækkar víst ekki neitt...

Þegar pabbi og mamma voru lítil...

Ég veit ekki almennilega hvort ég á að trúa því, en þessar risastóru manneskjur sem kalla sig mömmu mína og pabba segjast einhvern tímann hafa verið lítil eins og ég. Hljómar hálfótrúlega, en þau eru víst með myndir sem sanna það...

 

Gjörla skal gott nýta

Þegar ég fæddist fékk ég fjölmörg ný og falleg föt að gjöf enda þekkja mamma og pabbi svo mikið af góðu og elskulegu fólki. En ég fékk líka fullt af fallegum, notuðum fötum gefins og lánuð líka.

Við eigum myndir af sumum þessum fötum í notkun hjá fyrri eigendum og ætlum að birta hér til gamans nokkrar samanburðarmyndir.

 

Ættartré

Ættartré yfir nánustu ættingja mína og þá sem þeim tengjast.

 

Uppáhalds netleikirnir

Ég er nú dóttir tveggja tölvunörda svo að það er ekki skrýtið að mér finnist gaman að fá að setjast við tölvu öðru hvoru...
Hér er listi yfir uppáhalds netleikina mína. (Sett inn þegar RB er 5 ára)