mynd
 
Ragna Björk


Fyrstu skiptin í vagninum

Ég fór í fyrsta sinn út í vagn þann 17. apríl 2007. Mamma pakkaði mér inn í galla sem við fengum í láni hjá Guðrúnu Pálínu og svo í kerrupokann frá ömmu Björk. Við vorum reyndar bara úti í 10 mínútur og fórum ekki lengra en yfir að leikskólanum Arnarsmára sem ég ætla kannski að fara á þegar ég verð eldri. En ég steinsofnaði samt á þessum stutta tíma í vagninum og var greinilega bara sátt við þessa fyrstu útiveru.

vagn1.jpg

Tveimur dögum síðar, á sumardaginn fyrsta, fóru mamma og pabbi með mig í alvöru göngutúr. Við vorum aðeins lengur í þetta skiptið og ég var alveg jafnánægð og svaf og svaf.

vagn2.gif

Hér eru fleiri myndir úr þessum tveimur "vagnferðum".