mynd
 
Ragna Björk


Gömlu fötin

Langar að benda ykkur á tiltölulega nýjan hluta á síðunni undir "Sitt af hverju tagi" en það er tískuþátturinn "Gjörla skal gott nýta" ;) Nú er komið aðeins meira af efni þangað inn svo að það er kannski í lagi að vísa ykkur leiðina.

Mér finnst nefnilega svo gaman að því þegar Ragna Björk er í fötum sem aðrir hafa átt á undan henni og þegar ég hef komist yfir mynd af fyrri eiganda í fötunum þá set ég þær hingað á síðuna ásamt myndum af Rögnu Björk í sömu fötum. Þetta eru reyndar hingað til aðallega föt sem Karlotta hefur átt en þó er von á nokkrum myndum af okkur mæðgum í sömu fötum, þegar Ragna Björk fer að stækka pínulítið meira og passa í gömlu kápurnar og kjólana mína, en það verður líklega ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. 


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
08.10.2007 22:50:53
Sniðugt! (og svo nettar myndir...)
Þetta lagði Rakel í belginn
09.10.2007 09:06:01
Ohhh en þú heppin að eiga gamla kjóla og kápur af þér. Einhvern veginn veit enginn um neitt af þessum flottu fötum sem ég átti þegar ég var lítil.
Þetta lagði Margrét Arna í belginn
16.10.2007 21:26:10
þér eruð náttúrulega bara snillingur frú Sigurrós að láta yður detta þetta í hug.. OG framkvæma það líka!! (liggur við að ég grafi eitthvað upp af dætrum mínu til að koma mynd af þeim á síðuna ykkar)
Þetta lagði Marta í belginn