mynd
 
Ragna Björk


7 mánaða í dag! :)

Ragna Björk er nú orðin 7 mánaða gömul og er sífellt að stækka og styrkjast.

Hún situr nú alveg sjálf með nokkru öryggi, þó vissulega endi hún iðulega á maganum eða hliðinni þegar hún teygir sig með ákefð eftir spennandi dóti í kringum sig. Hún er líka farin að setjast sjálf upp ef haldið er í fæturna. Það er ekki lengur hægt að líta af henni á leikteppinu því hún rúllar og veltir til og frá og foreldrarnir þurfa að vera snöggir að grípa inn í þegar kollurinn ætlar að skella út af teppinu og á parketið.

Tennurnar tvær sjást nú betur og eru burstaðar samviskusamlega bæði morgna og kvölds. Hún er farin að borða alls kyns ávaxta- og grænmetismauk í viðbót við grautinn og er smám saman búin að sættast við stoðmjólkina en hún er alveg við það að hætta á brjósti.

Að venju er ný forsíðumynd í tilefni afmælisins en Herbert, litli "stóri" bróðir, fékk að lauma sér með á myndina í þetta skiptið ;)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
10.10.2007 12:57:25
Til hamingju með daginn sæta Ragna Björk:)
Þetta lagði Lena í belginn
10.10.2007 19:19:18
Til lukku með daginn, snúlla:)
Þetta lagði Sigrún í belginn