mynd
 
Ragna Björk


Ragna Björk sest alveg sjálf - 20. október 2007

Mamma skildi mig eftir á leikteppinu meðan hún skaust inn í eldhús að sækja myndavélina. Það var nefnilega komið að Herbertsmyndatöku. Þegar hún kom tilbaka þá sat ég hin hróðugasta á teppinu. Ég var alveg til í að endurtaka leikinn fyrir myndavélina, enda er ég hlýðin og góð stúlka. Svo hef ég séð að það virðist skipta mömmu mína gríðarlegu máli að festa hvert einasta augnablik í lífi mínu á "filmu"... ;)