mynd
 
Ragna Björk


Ný myndbönd og fleira

Ég tók mig til og var dugleg að uppfæra síðuna í kvöld og vil að sjálfsögðu segja ykkur frá því svo þið fattið að kíkja á nýja efnið ;)

Kominn er nýr myndasamanburður í Gjörla skal gott nýta. Það eru myndir af okkur mæðgum en í þetta skiptið er Ragna Björk komin í gamlan kjól af mér og skó líka. Ég náði reyndar ekki að sannfæra hana um að sitja í nákvæmlega eins stöðu og ég er í á gömlu myndinni, aðallega af því hún hafði svo gífurlegan áhuga á skónum og vildi helst ná þeim til að bíta svolítið í þá...

Ég var líka dugleg að klippa til myndbönd og setja inn á YouTube. Þar má m.a. sjá Rögnu Björk að setjast alveg sjálf, setjast og standa upp með aðstoð, í hláturskasti og (spennan magnast...)..... að borða brauð! Já, það eru auðvitað ekki öll myndböndin með "Spielberg-gæðum" hvað spennu og söguþráð varðar ;) en þar sem þetta er nú kannski aðallega hugsað til að skemmta ömmum og öfum sem ekki eru hjá okkur allan daginn þá hef ég nú litlar áhyggjur af því. En myndböndin eru samt fyrir alla áhugasama, vil taka það fram :) Og endilega sendið okkur línu í gestabókina því það er gaman að vita hverjir eru að kíkja á okkur :)

Að lokum bendi ég á hinn vanalega vikuskammt af myndum.


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
29.10.2007 08:24:50
Kvitt, kvitt....þú ert nú meiri múslan:)
Kv.
SS
Þetta lagði Sigrún í belginn
29.10.2007 08:44:25
O.M.G. ertu ekki að grínast með sætasta hláturinn!! Ekkert smá smitandi :)
Þetta lagði Margrét Arna í belginn
29.10.2007 23:47:05
Er á hraðri leið á ömmualdurinn - enda skoðaði ég öll myndböndin!Brilliant myndbandið þegar hún settist upp!! Gæti orðið frægt á netinu.....! Og hláturinn.....!
Þetta lagði Rakel í belginn