mynd
 
Ragna Björk


Stjörnumerkið mitt - Fiskarnir

Ég á afmæli 10. mars þannig að stjörnumerkið mitt er fiskarnir. Þeir ná frá 19. febrúar fram til 20. mars.fiskarnir.GIF

Á Barnalandi stendur um hið dæmigerða fiskabarn að það sé

"...yfirleitt hæfileikaríkt og vel gefið en viðkvæmt og ekki ólíklegt að það missi stjórn á tilfinningum sínum og bresti í grát af engri sjáanlegri ástæðu. Fiskar eru gjarnir á að fórna sér fyrir aðra. Mikilvægt er að fara varlega að fiskunum og varast að særa tilfinningar þeirra með vanhugsuðum orðum. Fiskar eru mjög skapandi og þeir geta skapað sinn eigin heim þar sem þeir finna til öryggis þegar hinn harði heimur reynist þeim ofviða þá flýja þeir inn í sinn eigin. Því er mikilvægt að hvetja litla fiskinn til að koma út úr skel sinni og takast á við lífið, hvetja hann til að segja skoðun sína hreint út. Foreldrar ættu einnig að hlúa að listrænum hæfileikum barnsins ef þeir koma fram. Fiskurinn er í eðli sínu vingjarnlegur og skilningsríkur en jafnframt umburðarlyndur. Hann á t.d. erfitt með að trúa nokkru misjöfnu um aðra og er því alltaf jákvæður í fyrstu gagnvart ókunnugum."

Það er helst til snemmt að segja til um hvort þetta passar við mig - það mun tíminn leiða í ljós!

Á eftirfarandi síðum má lesa ýmslegt um fiskana:

  • Á mbl.is stendur þetta um fiskana.
  • Á þessari síðu má sjá ýmsar upplýsingar um fiskamerkið.
  • Á þessari síðu er heilmikil lesning um fiskana og meðal annars hægt að fá nákvæma stjörnuspá fyrir þá sem fæddir eru 10. mars.

Kínverska stjörnuspekin

Samkvæmt kínverskri stjörnuspeki er ég fædd á ári svínsins. Það hljómar kannski ekki spennandi að vera í svínsmerki, en ég get sagt ykkur að þeir sem fæddir eru á ári svínsins eru víst einstaklega örlátt og heiðarlegt fólk sem vinnur hörðum höndum að því að stuðla að hamingju meðal fólks. Alls ekki slæmt! :)