mynd
 
Ragna Björk


Skyldleiki...? ;)

Ætli þau séu eitthvað skyld þessi? Nei, ég segi nú bara svona... ;)

jbj_rbj02.jpg

Annars fékk ég að heyra það í fyrsta skipti um helgina að Ragna Björk væri líkari mér en pabba sínum. Hef viðkomandi reyndar grunaða um að þurfa gleraugu, en það var samt tilbreyting í því að heyra að ég ætti líklega eitthvað í dóttur minni, þ.e.a.s. annað en bakflæðið ;) Reyndar hef ég nú einstaka sinnum fengið að heyra að augnsvipurinn tilheyri mér að einhverju leyti, a.m.k. að þar hafi einhver blöndun átt sér stað. Ég reyni alla vega að telja sjálfri mér trú um að það sé rétt. En að öðru leyti held ég að pabbinn eigi alveg svakalega mikið í litlu pabbastelpunni sinni :)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
01.11.2007 09:33:59
Hún er nú að ég held lík þér að mörgu leyti, þó hún sé alveg eins og pabbi sinn útlitslega. Nína Rakel biður að heilsa, hún er sko vel merkt eftir vinkonu sína :)
Þetta lagði Margrét Arna í belginn
01.11.2007 12:29:36
Aumingja Nína Rakel! Bara komin með fyrsta bágtið! :(
Svo var Ragna Björk búin að klóra sjálfa sig á nefinu í gær líka. Og samt með nýklipptar neglur... er að gera dauðaleit að hvössu horni á nöglunum, hlýtur að vera eitthvað svoleiðis... :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn