mynd
 
Ragna Björk


8 mánaða í dag :)

Tíminn líður og Ragna Björk er nú orðin 8 mánaða gömul! Hún stækkar stöðugt og dafnar og er alltaf svo kát og glöð. Hún hætti á brjósti rétt rúmlega 7 mánaða gömul og borðar allt sem henni er boðið upp á með bestu lyst. Hún er farin að mjaka sér úr stað á gólfinu, en skríður bara afturábak eins og amma Björk gerði víst þegar hún var lítil stelpa.

Hún hefur eignast göngugrind og finnst gífurlega skemmtilegt að hamast í henni. Líkt og með skriðtaktana, þá færist hún aðallega afturábak en stundum fram á við. Hún er búin að komast að því að með göngugrindinni getur hún nálgast alls kyns skemmtileg fyrirbæri, opnar stofuskápana og reynir að kíkja inn, togar í gardínur og reynir að fella standlampa. Heilmikið fjör sem sagt! 

Hún bablar heilmikið og segir m.a. "hebe" sem mamman heldur staðfastlega fram að þýði "Herbert"... ;) Baba og mama heyrast líka þarna inn á milli en tengjast samt ekkert endilega fyrirbærunum pabba og mömmu. Það er tiltölulega auðvelt að fá skottuna til að brosa og hlæja, og hlátursköstin eru einstaklega smitandi. Samkvæmt Oddi frænda hennar hlær hún eins og sírena í löggubíl, en þið getið sjálf dæmt um það hér ;)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
11.11.2007 23:42:48
Þetta er ekkert smá æðislegur hlátur í skvísunni hehehe :D
Þetta lagði Daði frændi í belginn
13.11.2007 14:14:24
Knús í knús
ji hvað það er langt síðan að maður hefur kíkt á flottustu stelpuna í hverfinu og þó víða væri leitað ;) Orðin svo stór og flott og dugleg að lúlla í sínu herbergi. Sá á einni færslunni að það væri eitthvað erfitt með stoðmjólkina og hvernig væri best að koma henni niður en JGJ yngri fílaði aldrei pela né stútkönnur en hann drakk eins og herforingi úr könnum sem voru með röri. Um að gera að prufa það.
Knús og kossar úr 16
Helga Sigrún og JGJ
Þetta lagði Helga Sigrún í belginn