mynd
 
Ragna Björk


Örfá orð

Er ekki alveg kominn tími til að skrifa nokkur orð um prinsessuna á heimilinu? Og kannski ég skrifi eitthvað um Rögnu Björk líka...? ;) hehehe nei bara grín, auðvitað er það hún sem er prinsessan á heimilinu :)

Okkur reiknast svo til að hún sé búin að ná þeim aldri að hafa verið lengur fyrir utan bumbuna en inni í henni og það er að sjálfsögðu afar merkur áfangi :)

Við mæðgur lengdum svo aðeins í naflastrengnum um síðustu helgi, en þá fór ég með mömmu og Guðbjörgu til London í 4 nætur. Ég hélt að það yrði óbærilegt að fara frá litlu rúsínubollunni minni í svona langan tíma, en þó ég saknaði hennar að sjálfsögðu, þá gekk þetta framar vonum og við mæðgur (hinar eldri) skemmtum okkur vel í stórborginni. Ég á reyndar eftir að setja inn myndir frá ferðinni því ég ætlaði að fá nokkrar myndir hjá mömmu og Guðbjörgu til að hafa hjá mínum. Svo það kemur síðar.

En talandi um myndir, þá er vikuskammturinn fyrir viku 38 hjá Rögnu Björk kominn inn :) Njótið vel!


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!