mynd
 
Ragna Björk


9 mánaða :)

Enn líður tíminn og nú er Ragna Björk orðin 9 mánaða gömul. Hún er dugleg að leika listir þessa dagana, veifar af ákafa þegar einhver segir bless bless (hvort heldur sem það er sagt við hana eða ef einhver nálægur er að tala í símann við einhvern allt annan), sýnir hvað hún er stór ef hún er spurð og klappar saman höndunum. Einnig er hún að æfa sig fyrir framtíðina í stjórnmálunum, en hún er í því þessa dagana að lyfta einum fingri líkt og hún sé að segja "í fyrsta lagi" a la Jón Baldvin ;)

ifyrstalagi.jpg

Hún togar sig áfram á maganum þegar hún vill komast úr stað og kemst það sem hún ætlar sér, en er ekki farin að skríða "upp á gamla mátann" ;) þ.e.a.s. á fjórum fótum. Hins vegar hleypur hún um allt í göngugrindinni og eiga nálægir fótum sínum fjör að launa þegar hún nálgast á harðaspani.

En þetta er ekki aðeins "afmælisdagur" hjá Rögnu Björk, hún Evy á alvöru afmæli í dag, þann 10. desember, og er orðin 1 árs. Til hamingju alla leið til Hollands, Evy :)

evy1.jpg

Ég var að dæla inn smá slatta af myndum áðan. Ætla ekki að setja tengla í öllu þau albúm núna, þið finnið þau bara sjálf undir myndalistanum hérna á síðunni.


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
11.12.2007 22:07:28
Hún gæti líka verið að segja: "minn tími mun koma"!!
Þetta lagði Rakel í belginn
13.12.2007 09:35:56
Tómas Bogi gerir þetta til að sýna hvað hann er gamall!!!

Ef þú vilt þá á ég svona hnéhlífar til að hjálpa börnum til að læra að skríða upp á "gamla" mátann. Get komið með þær með mér. Tómas notaði þær í tvo tíma, svo var hann búinn að læra þetta! Láttu mig bara vita.
Þetta lagði Ingunn í belginn