mynd
 
Ragna Björk


Fyrsti mjólkurpelinn

Þann 30. apríl fór fram pelaæfing á heimilinu, en ég þambaði þá heilan pela af brjóstamjólk hjá pabba mínum. Ég var reyndar orðin vön að drekka grasaseyðið mitt úr pela en það var samt ekki alltaf vinsælt og því ekki alveg öruggt hvernig ég myndi taka mjólkurpelanum. Foreldrum mínum til mikillar ánægju þambaði ég mjólkina í einum teyg og set greinilega ekki fyrir mig hvort mjólkin kemur úr brjósti eða pela - drekk bara allt sem að kjafti kemur ;)

Mamma mín komst því áhyggjulaus í Eurovision-partý tveimur vikum síðar og ég var bara heima hjá pabba á meðan og drakk brjóstamjólk úr pela! :)

1mjolkurpeli.jpg