mynd
 
Ragna Björk


Einn, einn og... einn :)

Eins og ég hef nefnt hér áður, þá er Ragna Björk sífellt að lyfta einum fingri, líkt og hún sé að telja. Og í hvert skipti dettur mér í hug greifinn Count van Count úr Sesame Street, en hann stundar það að telja allt sem hann kemst í tæri við og lyftir einmitt fingri líkt og Ragna Björk.

Skelli hér inn mynd af teljurunum :)

countvoncount.gif

P.S. Alveg bannað að hneykslast þó mér detti í hug krúttleg, fjólublá vampíra þegar barnið mitt lyftir upp fingri. Ég hef nú þegar bent á dóttir mín hafi á tímabili líkst kálgarðsdúkku svo að þið hljótið að vera farin að búast við hverju sem er frá mér ;)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
28.12.2007 22:11:27
Það er nú í lagi á meðan barnið réttir upp þennan fingur.....! ;)
Þetta lagði Rakel í belginn