mynd
 
Ragna Björk


11 mánaða í dag

Annar mánuður að baki og Ragna Björk orðin 11 mánaða gömul. Aðeins einn mánuður í viðbót og þá er komið að alvöru afmæli! Ótrúlegt en satt! :)

Við mæðgur erum reyndar báðar kvefaðar og lasnar í dag á "afmælisdeginum" - en það er víst skárra að við séum lasnar á svona platafmælisdegi heldur en aðaldaginn sjálfan. Vonandi verða allir eldhressir og frískir í mars! En það þarf að sinna skyldunum og við vitum að reglulegir gestir á síðunni bíða spenntir eftir nýrri forsíðumynd. Það verður gerð tilraun til að taka fína mynd af lasarusínu eftir fegurðarblund dagsins - í versta falli kemur bara sjúklingamynd af mæðgunum á náttfötunum. Sjáum til hvernig gengur ;)

Litli smjattpattinn er sífellt að stækka og þroskast. Hún er mjög áhugasöm um allt í kringum sig og er farin að skríða á leifturhraða um íbúðina til að rannsaka það sem fyrir augu ber. Henni finnst líka svakalega gaman að fara í mömmuklúbb og hitta hina krakkana.

Nýjasta trixið er að "gefa fimm" og það er svaka sport. Og talandi um sport, þá horfa feðginin stundum saman á fótboltann á Eurosport og Ragna Björk fer næstum undantekningarlaust að dilla höfðinu þegar aðalþemalagið á stöðinni byrjar ;)

Einn skemmtilegasti leikurinn um þessar mundir er að þykjast vera týnd (bak við smekki, matardiska eða bara eigin hendur) og kíkja svo og segja böö. Hún er farin að segja sjálf böö þegar hún kíkir og finnst þetta mjög gaman.

Það virðist vera stutt í að daman labbi sjálf af stað, hún sleppir oft takinu á húsgögnunum og stendur sjálf og virðist vera í þann mund að taka skref. En það er reyndar aldrei að vita, kannski ætlar hún bara að æfa sig almennilega í að labba meðfram áður en hún sleppir og gerir þetta sjálf.

feb08.jpg


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
10.02.2008 17:31:37
Ætli hún verði ekki á unda músarhjartanu honum Tómasi að labba;) Hann er búinn að vera svona eins og hún er núna síðan hann var 11 mánaða og ekkert að fara að labba! hehe

Til lukku með "afmælið".
Þetta lagði Ingunn í belginn