mynd
 
Ragna Björk


Orðaforðinn

Það er oft erfitt að benda nákvæmlega á hvenær ákveðin "orð" létu fyrst á sér kræla þar sem foreldrar, líkt og allir vita, geta stundum verið tregir að skila hvað börnin þeirra eru að reyna að segja ;) En það er samt gaman að geta haldið einhvers konar skrá yfir þessi atriði til að rifja upp seinna meir, svo að hér eru hérumbil-tímasetningar á ýmsum fyrstu orðum og tjáningum.

17 mánaða:
Kisan segir nú loksins "máááá" og er hætt að gelta ;)
Flugvélin og flugan segja "fúúúúúú" og vísifingur flýgur með um loftin blá á sama tíma.
"brnn-brnn-dunn" þýðir "banani" hvort sem þið trúið því eður ei ;)
"Jojo" (borið fram "djódjó") er nafn á skemmtilegri trúðastelpu á Playhouse Disney.
"Núnú" er ryksugan í Stubbaþáttunum og Ragna Björk þekkir hana líka með nafni líkt og hana Jojo.

Þegar Stubbalagið er sungið ("Tinký Vinký, Dipsý, Lalla og Pó) þá botnar hún og segir "Póóó" í endann.

Hún botnar einnig fyrstu tvær línurnar í "Afi minn og amma mín", þ.e.a.s. við syngjum "Afi minn og" þá segir hún "mammamm" og svo syngjum við "út á Bakka" og hún segir "búa"

16 og 1/2 mánaða:
Svínið segir "fffffff".
"grakk" þýðir "drekka".

16 mánaða:
"krakra" - þýðir "krakkar".

15 og 1/2 mánaða:
"Takk" - alveg með mannasiðina á hreinu og þakkar fyrir sig ;)
"Gvagva" - segir öndin. Og allir aðrir fuglar með stóran gogg. Og hænur líka... ;)
"Mööö" - segir kusan.
Kisan geltir "úff úff" eins og hundurinn og þegar Ragna Björk er beðin að segja hvað kindin segir þá rembist hún ógurlega og svo kemur svona smá me-stuna.
Ljónið segir "aaa", sem á eiginlega að standa fyrir "aargh" (sem er það sem foreldrarnir reyna að láta ljónið segja) en hjá okkar konu er ljónið oft nokkuð blítt á manninn :)
Apinn segir "úhúhúhú".

Ca. 15 mánaða:
"úff, úff" - hélduð þið að hundar segðu voff voff? Nei, á okkar heimili segja þeir úff úff ;)
Gerir fiska"hljóð" með því að opna og loka munninum af ákafa þegar hún sér myndir af fiskum eða er spurð hvað fiskurinn segi.
Til að gera kanínuhljóð (o.fl. dýr...) smjattar hún og gerir stundum "úff úff" með.

Ca. 14 mánaða:
"Brmmm" - notað í hvert skipti sem farartæki á hjólum ber fyrir augu eða ef einhver segir "bíll".
"" - þýðir að eitthvað sé búið.

Ca. 12 mánaða:
"Datt" - "da" búið að þróast yfir í "datt".

Ca. 10 mánaða:
"Böö" - aðalfjörið að fara í feluleiki og vera týnd bakvið smekki, bangsa o.fl.
"Da" - þýðir "datt" og kemur þegar hlutir detta á gólfið.

Ca. 8-9 mánaða:
"Mamma" - notað jafnt fyrir mömmu og pabba.
"Baba" - þýðir "pabbi" en heyrist sjaldan. Pabbinn er yfirleitt bara kallaður "mamma" svona til að einfalda málin.
Smjattar til að "tala" um mat og það að borða.

Upp úr hálfsárs?
"Nei" - eitthvað er það á reiki hvenær þetta grundvallarorð lét fyrst á sér kræla en það gleymdist að færa það inn á listann um leið eins og hin orðin og nú reynir því á minni foreldranna... Reyndar viljum við meina að hún hafi fyrst sagt "nei" á fæðingardeildinni þegar hún kvartaði undan því að vera klædd í sjúkrahúsgallann, en það er ekki víst að það sé marktækt ;)