mynd
 
Ragna Björk


Í ferska loftinu

Við mæðgur drifum okkur í klukkutíma göngutúr í gær. Það er að segja ég gekk og prinsessan sat í kerrunni og horfði í kringum sig :) Ég þori ekki að segja hvenær við fórum síðast í göngutúr svo að ég held að ég sleppi því... en ég get alla vega sagt ykkur að það var sko tími kominn til! Vonandi helst veðrið nú sæmilegt á næstunni svo við komumst meira út.

Sleðinn sem ég keypti handa Rögnu Björk hefur enn ekki verið notaður, því hún er búin að vera með nefkvef síðan ég keypti hann og ég vildi þá ekki vera að fara með hana út í kuldann. En kvefið virðist vera á undanhaldi, og kuldaboli líka, en nú er snjórinn hins vegar farinn. Hmmm... jæja, við komumst þá alla vega í almennilega göngutúra í staðinn :)

Nokkrar nýjar myndir eru komnar í febrúaralbúmið. Líkt og með janúarmyndirnar þá skipti ég myndum mánaðarins upp í nokkur minni albúm, það kom ekki alveg nógu vel út að setja heilan mánuð í eitt albúm - ekki þegar myndirnar geta verið í kringum 180 talsins per mánuð... ;)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
17.02.2008 20:51:57
Amma Ragna sendir stórt knus.
Þetta lagði amma í belginn