mynd
 
Ragna Björk


Byrjuð að ganga - 2. mars 2008

Þann 2. mars var formlega hægt að segja að Ragna Björk væri farin að ganga. Hún pomsar svo sem á rassinn öðru hvoru en kemst ótrúlegar vegalengdir eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Miðað við hvað hún var orðin dugleg að labba meðfram vorum við búin að giska á að hún yrði farin að labba fyrir 1 árs afmælið og nú virðist það vera að ganga eftir (tókuð þið eftir orðaleiknum? ;) hehe).