mynd
 
Ragna Björk


Í snjónum

Við Ragna Björk drifum okkur út að leika í snjónum í morgun. Þó ég sé nú orðin ansi óþreyjufull eftir vorinu þá þýðir ekki annað en að nýta sér veturinn meðan hann þrjóskast við að vera kyrr.

Við tókum með okkur sleðann og Ragna Björk fékk sleðaakstur yfir á leikskólalóðina. Aksturinn var þó frekar slitróttur því snjórinn var ekki alveg samfellt alla leiðina. Á leikskólalóðinni prófuðum við líka leiktækin, róluðum saman og Ragna Björk renndi sér á rennibrautinni (með aðstoð, að sjálfsögðu...).

Það var svaka gaman hjá okkur og nú finnst mér eiginlega verst að vera á leiðinni í æðahnútaaðgerð á morgun og verða svo til farlama næstu 1-2 vikur á eftir, því nú er ég sko komin í stuð að fara út að leika! En jæja, það líður hjá og svo verður bara komið enn meira vor þegar ég kemst aftur með litlu skottu út á róló eða yfir á leikskólalóðina :)

snjorinn130408.jpg


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
14.04.2008 12:31:44
Jibbí nýjar fréttir og nýjar myndir :) Greinilega allt of langt síðan ég sá skvísuna því mér finnst hún bara allt í einu orðin "fullorðin". Hlakka til að hitta ykkur!
Þetta lagði Margrét Arna í belginn