mynd
 
Ragna Björk


Lýðveldisdagurinn - 17. júní 2008

Þann 17. júní 2008 fór litla fjölskyldan á Rútstún til að halda upp á lýðveldisdaginn, en þangað fórum við líka í fyrra á 17. júní þegar Ragna Björk var aðeins 3 mánaða gömul. Stúlkan var aðeins meðvitaðri um umhverfið þetta árið, fylgdist vel með öllu og veifaði fánanum sínum. Hún hreifst mjög af Páli Óskari sem kom fram við hátíðarhöldin og dillaði sér ákaft við lögin hans.

Hér eru tvö myndbönd frá deginum. Annað er almennt myndband frá deginum með sautjándajúní-laginu undir en hitt sýnir Rögnu Björk dansa við tónlist Palla og er með upprunalega hljóðinu af upptökunni.