mynd
 
Ragna Björk


Hver gleypir frisbídisk?

Það er alltaf gaman að rekast á eitthvað sem er svo fyndið að það er ekki hægt annað en að skella upp úr, þó maður sé bara aleinn heima.

Ég keypti frisbídisk í gær til að taka með í fjölskyldupikknikk og í dag fyrir tilviljun var ég að lesa á lítinn viðvörunarmiða sem límdur er undir diskinn. Þar stendur að diskurinn sé ekki fyrir börn undir 3 ára aldri. "Já, kannski eðlilegt," hugsaði ég. "Þau gætu ef til vill fengið hann í hausinn þegar honum er hent ef ekki er farið varlega."

En nei, það var ekki vandamálið, heldur er talin hætta á að diskurinn sé gleyptur.

Ef framleiðendurnir geta sýnt mér barn undir 3 ára aldri sem getur gleypt í heilu lagi frisbídisk sem er rúmlega 23 cm í þvermál, þá verð ég ekki hissa á neinu framar!

Hahahahaha :) 


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!