mynd
 
Ragna Björk


Ný myndbönd og nýtt útlit á síðu

Það var kominn tími til að breyta smávegis til á síðunni hennar Rögnu Bjarkar. Breytingin er reyndar ekki stór, en eins og þið sjáið er kominn nýr litur á hliðarkantana og þar sem stóra stúlkan okkar er ekki lengur ungabarn þá var teiknuð ný mynd til að hafa í vinstra horninu.

Svo var ég að setja inn 11 ný myndbönd, tekin á tímabilinu júní og fram í ágúst. Það ætti því að vera nóg að sjá og skoða hér á síðunni í bili ;)

Við höfum verið að dunda sitt hvað síðustu daga, fórum í sund, á róló, í búðir, á bókasafnið o.fl. Framundan er sumarbústaðarferð og síðan byrja ég að vinna þann 15. ágúst. Þá fær Ragna Björk fullt af pabbatíma, því Jói er búinn að taka sér sumarfrí síðustu vikurnar í ágúst til að geta sinnt prinessunni þar til hún byrjar aftur hjá dagmömmu þann 1. september.


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
08.08.2008 22:51:33
Svo flott
Amma er sko búin að skoða öll myndböndin og skemmta sér konunglega á meðan. Síðan þín er líka rosalega flott með nýja útlitinu.
Amma sendir stórt knús.
Þetta lagði Amma Ragna í belginn