mynd
 
Ragna Björk


Stóóóórt knús! :)

funshine.jpgÞað er svo skemmtilegt að sækja Rögnu Björk á leikskólann því ég fæ alltaf svo svakalega stórt knús og klapp á bakið frá litlu stúlkunni minni. Og það er heldur ekkert leiðinlegt að fá þau ummæli frá leikskólakennurunum á deildinni hennar að hún sé alltaf glöð og góð og standi sig svona vel. Í dag sögðu þær mér svo að þær væru komnar með gælunafn á hana og hún væri "litli kærleiksbjörninn þeirra". Mamman varð auðvitað ofboðslega ánægð og montin ;)

Og fleiri skemmtilegar fréttir, í gær var baðferð með nákvæmlega engum tárum! ;) Loksins! Hún fór reyndar að gráta pínu fyrst inni í stofu þegar við spurðum hana hvort hún ætlaði að fara í bað (svona til að undirbúa hana pínu áður en herlegheitin byrjuðu) en svo var bara fjör í baðinu og mikið buslað :) Við slepptum reyndar hárþvottinum í þetta skiptið, til að fá eina grátlausa baðferð, en þetta gekk sem sagt bara vel. Hún vildi reyndar mest lítið sitja og stóð svo til allan tímann, en þetta kemur allt saman :)

 

 

 

 


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
06.11.2008 10:12:59
Æ hvað forsíðumyndin er krúttleg:)

Þetta lagði Lena í belginn
06.11.2008 23:06:36
Blessuð sleppiði hárþvottinum við og við..svo framarlega sem hún hefur ekki komist í sultukrukkuna;)
Þetta lagði Rakel í belginn
02.01.2009 23:18:18
Sammála Rakel ;o)
Um að gera að sleppa hárþvottinum - bara skella smá sjampói í ef það er eitthvað klístur eða þannig ...börn svitna ekki þannig að það sé vond lykt eða skítur að hrannast upp ;o)
Þetta lagði Stefa í belginn