mynd
 
Ragna Björk


Hvað heitir þú?

Febrúar hafinn og enn standa jólakveðjurnar efst hér á síðunni. Það gengur auðvitað ekki ;)

Ragna Björk var heima vegna lungnabólgu alla þessa viku og komst ekkert að leika við krakkana á leikskólanum. Sýklalyfin sem hún fékk virðast þó vera að virka því hitinn er a.m.k. farinn og kvefið er minna. Hóstinn er samt enn þó nokkur svo að við höldum áfram að láta hana pústa með astmapústinu sem við fengum fyrir hana. Við ætlum að prófa að senda hana í leikskólann á morgun og fá bara að hafa hana inni.

Hún er orðin svo dugleg að tala og reynir að herma eftir flestum orðum. Virkilega skemmtilegt tímabil :) Hún vill þó ekki segja nafnið sitt, enda svo sem ekki auðveldasta nafnið... Hún þekkir það alveg og bendir samstundis á sjálfa sig þegar við spyrjum "Hvar er Ragna Björk?" en vill ekki segja nafnið sjálf. Ég var að reyna að fá hana til að æfa þetta í dag, benti sífellt á hana og spurði "hvað heitir þú?" og "hver er þetta?" Hún bara þagði og benti á sjálfa sig - vafalaust að velta því fyrir sér hvort hennar eigin móðir þekkti hana ekki lengur... ;) Svo reyndi ég ýmis trix, benti á hana og spurði hvort þetta væri pabbi og hún starði bara á mig og sagði "neeeei". Loks spurði ég hana hvort hún væri Tinky Winky (úr Stubbunum) og þá var hún greinilega búin að fá nóg, því hún svaraði því játandi og sneri sér svo að öðru... :) hahaha


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
04.02.2009 23:05:52
HAHA! Verðum að hafa hana í fjólubláu og kaupa handa henni veski! ;) Minnir nú á fleiri en Tinky Winky sú lýsing!
Þetta lagði Rakel í belginn
04.02.2009 23:12:37
Já, Tinky Winky leynist víða... ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn