mynd
 
Ragna Björk


Komin í stórt rúm

Ragna Björk fékk nýtt rúm í 2 ára afmælisgjöf frá ömmu Rögnu og afa Hauki. Rúmið var sett upp þann 27. febrúar og dömunni leist vel á herlegheitin þegar hún kom heim úr leikskólanum og sá breytinguna. Hún fór strax upp í með púsluspil og bækur og dundaði sér smá, tók svo dúkku, kodda og teppi og þóttist fara að sofa. Um kvöldið fór hún inn í rúm með glöðu geði en var samt ekki alveg á því að fara að sofa. Mamman bauð góða nótt og fór fram og lokaði, en litla manneskjan kom á nokkurra mínútna fresti fram í dyr, opnaði og kíkti fram í stofu. Flýtti sér svo að loka og stökk inn þegar foreldrarnir kölluðu til hennar að fara að sofa. Eftir ein óvænt bleyjuskipti hálftíma síðar var aftur farið með skvísuna í rúmið og þá var hún frekar fúl. Mamman settist þá á stól við dyrnar inni í herberginu og þóttist sofa. Ragna Björk róaðist þá og stuttu seinna var hún skilin eftir ein og sofnaði fljótlega eftir það.

Við erum því að vona að þetta eigi eftir að ganga vel og ætlum bara að vera bjartsýn á framhaldið ;)

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!