mynd
 
Ragna Björk


Tveggja ára í dag!

Það eru ekki nema "örfáir mánuðir" síðan við héldum upp á 1 árs afmæli Rögnu Bjarkar og nú er hún þegar orðin 2 ára gömul! Ég get svo svarið það að þetta annað ár leið mun hraðar en fyrsta árið. Ef þessu heldur svona áfram, þá verður komið að fermingu áður en við vitum af! Nei, kannski ekki alveg, en maður þarf þó að hafa sig allan við til að geta fylgst með litlu stúlkunni, sem nú er orðin svo stór, vaxa og dafna án þess að missa af neinu.

Ég hef ekki verið jafndugleg og fyrst við að leyfa ykkur að fylgjast með og ætla ekki að fara að lofa bót og betrun strax. Ég hef nefnilega lúmskan grun um að ég sé þá bara að lofa upp í ermina... en ég reyni auðvitað og eftir því sem vorar þá lifnar kannski yfir þessari fréttaveitu líka.

Áður en ég byrjaði á þessari færslu ætlaði ég rétt svo að klára að setja inn þær myndir sem eru komnar síðan síðast. Þær reyndust enn fleiri en ég hélt og nú, klukkutíma á eftir áætlun, er orkan, sem átti að fara í að skrifa langa færslu um prinsessuna, öll búin... En það er a.m.k. fullt af myndum sem þið getið kíkt á :)

Nú vil ég bara óska stóru stóru stelpunni minni til hamingju með afmælið!

rb2ara.jpg

Algeng sjón, Ragna Björk að lesa... Hún ætlar greinilega að verða bókaormur eins og foreldrarnir.


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
11.03.2009 08:13:17
Innilega til hamingju með daginn, Ragna Björk:) Hlakka til að mæta í ferminguna:)
Þetta lagði Sigrún Sig í belginn
11.03.2009 09:50:15
Enn einu sinni Til hamingju elsku litla nafna mín. Mikið var gaman að skoða allar myndirnar.
Amma sendit stórt knús.
Þetta lagði Amma Ragna í belginn