mynd
 
Ragna Björk


Dæturnar í vinnuna

Þó það hafi nú ekki verið sérstakur "Dæturnar í vinnuna"-dagur í gær, þá fór Ragna Björk samt í smá heimsókn í vinnuna til pabba síns ;) Við mæðgur klæddum okkur í göngutúrsútbúnaðinn og röltum af stað yfir í Teris. Við gerðum reyndar sömu tilraun síðasta föstudag og ætluðum þá að koma Jóa algjörlega á óvart, en það tókst ekki betur til en svo að hann var ekki staddur hjá símanum sínum þegar við komum og það kemst víst enginn óviðkomandi inn án aðgangskorts. Svo að óvænta heimsóknin fór eiginlega út um þúfur.

Í gær gekk hins vegar betur, enda vorum við til öryggis búin að tilkynna komu okkar áður í þetta skiptið. Jói tók á móti okkur og sýndi okkur nýju vinnuaðstöðuna sína á efstu hæðinni. Flestir vinnufélaganna voru í mat eða á námskeiði en stoltur pabbinn náði samt að monta sig af litlu prinsessunni sinni við þá sem voru á staðnum. 

pabbavinna070507.jpg


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
09.05.2007 14:25:01
Halló litla Ragna Björk. Af myndunum að dæma er unglingaveikin að verða búin og litla daman er svooo sæt með stóru augun sín. Æðislegar myndir af henni, þó maður missi sig nú aðeins í myndatökunni af sama atburði, það er bara gaman af því, hihi. Sjáumst á laugardaginn. Kv. Elva Rakel.
Þetta lagði Elva Rakel í belginn