mynd
 
Ragna Björk


2 mánaða í dag :)

Það eru ótrúlega margir afmælisdagar fyrsta árið hjá lítilli manneskju. Foreldrarnir telja dagana ákafir og fagna stoltir hverjum áfanga. Í dag er Ragna Björk orðin tveggja mánaða gömul. Duglegri að brosa með hverjum deginum og farin að hjala. Í tilefni dagsins skipti ég um mynd á forsíðunni. Reyndar vikugömul mynd en hún er í algjöru uppáhaldi hjá mér svo að hún má gjarnan prýða forsíðuna um sinn.

Reyndar er þetta líka alvöru afmælisdagur, því Simmi frændi á afmæli í dag. Sendum honum kveðjur til Danmerkur! :)

rbj080507.jpg

Það er stundum pínu skondið að sjá dömuna sofa, liggur oft með hendurnar í undarlegustu pósum. Ætli hún sé að reyna að gefa okkur langt nef hérna? Það hefur greinilega gleymst að segja henni að þumalputtinn á þá að nema við nebbann ;)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
14.05.2007 11:14:10
Gat ekki lagt orð í belg á færsluna á undan, þannig að ég geri það bara hér :) Það er frábært að sjá hvað þú dafnar vel Ragna Björk. Svo ertu svo glaðleg og mannaleg :) Nú hittumst við mjög fljótlega!
Kossar og knús frá Örnu og Nínu Rakel
Þetta lagði margrét arna í belginn