mynd
 
Ragna Björk


Nafnið mitt

Ég heiti Ragna Björk í höfuðið á báðum ömmunum mínum en móðuramma mín heitir Ragna og föðuramman Björk.

Sagt er að það sé gæfumerki og að börn séu ánægð með nafnið sitt ef þau sofa í skírnarkjólnum. Ég svaf næstum alla skírnarveisluna mína nema rétt á meðan athöfnin sjálf fór fram, svo að það hlýtur að þýða einstaklega mikla gæfu og að ég sé virkilega ánægð með nafnið! :)

Á ungi.is er hægt að fletta upp næstum öllum íslenskum nöfnum og á upplýsingar um þau. Þar fann ég þær upplýsingar, þann 11. maí 2007, að 411 beri nafnið Ragna sem fyrsta nafn en 230 sem millinafn. Nafnið Björk prýðir hins vegar 323 íslenskar stúlkur og konur sem fyrsta nafn og alls 3045 sem millinafn.

Ragna er komið af gamla norræna orðinu regin eða rögn sem þýðir guðir. Björk er leitt af trjáheitinu Björk. Þannig að nafnið mitt í heild sinni mætti líklega þýða sem tré guðanna!