mynd
 
Ragna Björk


Undarlegar merkingar...

Það virðist almenn regla á ungbarnafötum að vara við því að hafa þau nálægt eldi; Keep Away From Fire. Merking sem ég hef ekki rekist á alveg jafnoft á mínum eigin fötum. Ætli það sé landlægt vandamál að fólk geymi ungbarnaföt eða jafnvel ungbörnin sjálf nálægt eldi? Þurrki fötin eftir þvotta með því að stinga þeim í arininn?

Ég veit ekki með ykkur en ég vona að þetta sé atriði sem þurfi almennt ekki að benda fólki á...


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
22.05.2007 12:32:35
hí hí.... við foreldrar erum víst svo vitlaus :) En rosalega er gaman að fá ykkur mæðgur í netheima aftur!
Þetta lagði margrét arna í belginn