mynd
 
Ragna Björk


Fyrsta baðið

Unnur Friðriksdóttir ljósmóðir kom 8 sinnum heim til okkar fyrstu vikuna til að leiðbeina mömmu og pabba svo þau gætu nú þjónustað mig sem allra best.

Hún kenndi þeim meðal annars að baða mig, en ég fór í fyrsta baðið þann 16. mars 2007. Mér líkaði nú ágætlega ofan í baðinu, ældi reyndar smávegis en mamma og Unnur náðu að þurrka það áður en það fór í baðvatnið. Þær náðu hins vegar ekki að bjarga baðvatninu þegar ég tók upp á því að kúka í það. Þá var mér vippað upp úr þessu indæla baði og ég varð svo svakalega móðguð að ég pissaði bara í handklæðið. Og hananú!

Já, þetta var svaka fjör :)Hérna er mynd af mér og Unni

heimathjonusta1.jpg