mynd
 
Ragna Björk


Fleiri myndbönd

Ég skellti inn nokkrum myndböndum áðan, bæði nýjum og öðrum eldri. YouTube, sem við geymum myndböndin hjá, var búið að vera eitthvað undarlegt og ég gat ekki bætt við nýjum myndböndum en nú loksins gekk þetta.

Ég bætti líka við smá leiðbeiningum efst á yfirlitssíðu myndbandanna. Til að myndböndin séu ekki að hiksta þá er betra að ýta á pásu um leið og þið eruð búin að ýta á PLAY og bíða þar til rauða strikið hefur náð alla leið yfir til hægri áður en þið byrjið að horfa. Þá ættu myndböndin að renna ljúflega áfram og þið þurfið ekki að sjá þau í rykkjum og skrykkjum.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!