mynd
 
Ragna Björk


Myndaalbúm Rögnu Bjarkar

Ég keypti myndaalbúm handa Rögnu Björk í vikunni. Þá er ég ekki að meina albúm til að setja í myndir af henni (hef enn ekki rekist á albúm sem hentar þó ég sé búin að hafa augun opin). Albúmið sem ég keypti er nefnilega albúm fyrir Rögnu Björk til að skoða sjálf :) Það er úr mjúku plasti og heitir Who Loves Baby og er fyrir myndir af þeim sem standa barninu næst.

Ég prentaði strax út myndir af foreldrunum og ömmum og öfum ásamt prinsessunni og skellti í albúmið. Ragna Björk fletti í gegnum það og virtist mjög áhugasöm ;) A.m.k. hefur hún oft róast við að skoða það þegar hún hefur verið að kvarta.

Já, kannski verður hún ljósmyndaóð eins og mamman, hver veit? ;)

myndaalbum.jpg


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
12.06.2007 23:08:12
Æ hvð mín er nú sæt með bókina sína.
Þessi mynd er alveg yndisleg. Það er svo greinilegt að hún er að skoða myndirnar í bókinni. Skýr stúlka - ekki spurning.
Þetta lagði Amma Ragna í belginn