mynd
 
Ragna Björk


3 mánaða í dag! :)

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag! A.m.k. svona þykjustuafmæli ;)

Já, ótrúlegt en satt, það eru komnir heilir þrír mánuðir síðan Ragna Björk kom í heiminn. Þetta er samt svo skrýtið, mér finnst það bæði alveg ótrúlega langur tími því mér finnst hún nýfædd, en svo finnst mér líka eins og hún sé búin að vera hjá okkur alveg svakalega lengi og man varla hvernig er að vera án hennar. Svona getur þetta verið afstætt.

Prinsessan fór að sjálfsögðu í kjól til að halda upp á platafmælið en áður en það náðist að taka mynd af henni í kjólnum hafði gerst smá svona bleyjuslys svo að það var bara skvísulúkkið í staðinn :)

Við skiptum líka um mynd á forsíðunni í tilefni dagsins, planið er að gera það 10. hvers mánaðar til að halda upp á hvern mánuð sem bætist við. Myndin sem prýðir forsíðuna er sama mynd og hér fyrir neðan.

rbj100607.jpg


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
10.06.2007 21:35:11
Til hamingjum með daginn litla kona!
Jú þegar maður er svona lítill þá eru afmælin ansi mörg. Alveg talið í vikum og mánuðum:)Og það er sko bara allt í lagi.....
Knús og hlakka til að hitta ykkur á miðvikudaginn:)
Þetta lagði Helga Steinþórsd. í belginn