mynd
 
Ragna Björk


3 mánaða sprautan

Fórum í ungbarnaeftirlitið í dag þar sem Ragna Björk var vigtuð og lengdarmæld auk þess sem hún fékk fyrstu bólusetningarsprautuna sína. Hún lá ósköp róleg á bekknum og tók í fyrstu ekki eftir því að læknirinn var búinn að stinga langri sprautunál á bólakaf í lærið á henni. Sársaukinn komst þó smám saman til skila og það kom skeifa og síðan grátur. En það var nóg að stinga snuðinu upp í hana og tala smá við hana og þetta varð ekki að neinum alvöru gráti. Greinilega hörkutól ;)

Þegar við vorum að klæða hana til að fara aftur heim stóð mín kona hins vegar á öskrinu enda finnst henni ekkert sérstaklega gaman að láta setja á sig húfu og önnur útiföt. Hjúkrunarkonan sem sat við tölvu í skoðunarherberginu, sem var opið inn í, kom loks fram og spurði áhyggjufull hvort hún hefði grátið svona áður. Við flýttum okkur að hughreysta konuna, sögðum henni að þetta væri sko ekkert nýtt - við ættum skapsterka stúlku sem léti í sér heyra þegar hún væri ekki sátt. Hún myndi róast um leið og hún kæmi í vagninn. Sem reyndist líka rétt :) Þagnaði um leið og pabbinn lyfti burðarrúminu og fór með hana út í vagn. Svo labbaði mamman með hana aftur heim og pabbinn labbaði aftur í vinnuna. Þægilegt að hafa þetta allt svona í seilingarfjarlægð.

Hér er duglega stelpan með fyrsta plásturinn sinn :) 

3mansprautan.jpg


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
13.06.2007 19:24:37
ÆÆ bara fyrsta pínan af mörgum!!
Þetta lagði Rakel í belginn