mynd
 
Ragna Björk


Fyrsta sturtan

Ég fór í fyrsta skipti í sturtu þann 16. júní 2007.

Það kom reyndar ekki til af góðu...

Pabbi var að skipta á mér meðan mamma var í sturtu og hann komst fljótlega að því að ég var búin að kúka langt upp á bak. Þau voru bæði sammála um að einfaldasta lausnin væri bara að rétta mömmu mig inn í sturtuna til að skola mig almennilega. Mér fannst þessi nýja þvotta-aðferð svo sem alveg ágæt, en var samt ekki alveg viss hvað var að gerast þegar það sprautaðist smá vatn framan í mig. Það er ekki til mynd af atburðinum, enda hefði mamma líklega ekki tekið í mál að vera allsber fyrirsæta með mér :)